Þýðingu á lagmetishandbók lokið

Í byrjun sumars samþykkti stjórn Starfsafls að veita Matís nýsköpunar- og þróunarstyrk til þýðingar á lagmetishandbók, sjá nánar hér

Handbókin hefur að geyma nokkuð ítarlegt efni um framleiðslu á lagmeti en að sögn umsækjenda eru lagmetisvörur  að mörgu leyti tæknilega flóknar vörur og þarf því góðan skilning á mikilvægi vinnsluþáttanna svo ekki skapist hætta fyrir neytendur. Til að ná þessu langa geymsluþoli lagmetisafurða má ekkert fara úrskeiðis en vinnsluferlið felur í sér mikilvæga þætti eins og lokun dósa, suðuna sjálfa, hitastig og tíma, gerilsneyðingu, rotvörn og kælingu þegar það á við. Það má ekki því gefa neinn afslátt í framleiðslu þessara afurða því lítil frávik geta haft mjög alvarlegar afleiðingar. 

Handbókin hefur verið aðgengilegt öllum á íslensku en þótti vanta á fleiri tungumálum, þá aðalega á ensku og pólsku. Styrkbeiðnin snéri að þýðingu á þau tungumál.

Verkefnið hefur gengið vonum framar og er nú lokið en það var unnið með þýðendum og Ora sem fór með yfirlestur og tengsl við iðnfyrirtæki auk kynningar á efninu. Matís lagði til allt efni og myndir,annaðist umbrot, fjármál og verkefnastjórnun.

Handbækurnar má nú nálgast á þessum þremur tungumálum á rafrænu formi:

Lagmetishandbok á íslensku

Lagmetishandbók á ensku

Lagmetishandbók á pólsku

Árlega veitir Starfsafl styrki sem falla undir sértæka styrki og eða styrki til námsefnisgerðar, nýsköpunar – og þróunar, sjá nánar hér  Á árinu hafa þegar verið samþykktar 6 slíkar umsóknir og heildarstyrkfjárhæð um 10 milljónir króna. 

Þeir sem vilja kynna sér það betur er velkomið að hafa samband við skrifstou Starfsafls, símleiðis í síma 5107550 eða með því að senda tölvupóst á lisbet@starfsafl.is

Myndin með fréttinni er fengin hér