10 milljónir í sértæka styrki það sem af er ári

Eitt af hlutverkum Starfsafls er að taka þátt í verkefnum sem snúa að starfsmenntun, svo sem gerð námsefnis, náms og námskeiða, sem sannarlega er þörf á og geta gagnast félagsmönnum. Oft á Starfsafl frumkvæðið að slíkum verkefnum en veitir einnig styrki til slíkra verkefna sem þá falla undir reglu sem tekur til sértækra styrkja sem eru vegna námsefnisgerðar, nýsköpunar- og þróunarverkefna.  Umsóknir vegna slíkra verkefna fara alltaf fyrir stjórn Starfsafls.

Það sem af er þessu ári hefur stjórn Starfsafls samþykkt að að styrkja 6 verkefni sem falla þar undir og er heildarfjárhæð greiddra styrkja og  styrkloforða rétt yfir 10 milljónum króna. Aldrei fyrr hefur jafn há upphæð verið veitt í styrki af þessu tagi og skýrist það meðal annars af þeim aðstæðum sem nú eru í atvinnulífinu, en 4 verkefni af þessum 6 eru því tengt.

Flest verkefnin eru samstarfsverkefni sjóða sem þýðir að fleiri sjóðir en Starfsafl eiga aðkomu að þeim verkefnum sem um ræðir.

Þau verkefni sem hafa hlotið styrk eða fengið styrkloforð eru meðal annars eftirfarandi:

Vegna Menntadags atvinnulífsins

Gerð stafræns fræðsluefnis sem fjallar um íslendinga sem ferðamenn

Gerð stafræns fræðsluefnis sem fjallar um kröfur ferðamanna eftir Covid

Námskeið fyrir félagsmenn um atvinnuleit undir yfirskriftinni Aftur til vinnu. Markmið þeirra er að meðal annars að kenna gerð færnimöppu, að útbúa skrifleg gögn eins og ferilskrá, skipuleggja markvissa atvinnuleit og nýta sér tölvutækni við leitina að nýju starfi

Þýðing á lagmetishandbók sem ætlað er að auka aðgengi erlendra starfsmanna í lagmetisiðnaði að fræðsluefni sem styrkt getur stöðu þeirra og jafnframt aukið öryggi íslenskrar framleiðsluvara og þannig styrkt stöðu íslenskra framleiðslufyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni.

Hér má nálgast frekari upplýsingar  um sértæka styrki vegna námsefnisgerðar, nýsköpunar- og þróunarstyrki.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér