Styrkir til fyrirtækja

forsida-newFyrirtæki sem greiða af starfsfólki  til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki til námskeiðahalds til Starfsafls.  
 
Reglur Starfsafls varðandi fyrirtækjastyrki eru eftirfarandi:
 
Upphæð styrkja vegna námskeiðahalds fyrirtækja
 
1. Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn* 
 
2. Ef fyrirtæki er ekki í Samtökum atvinnulífsins þá er styrkurinn 90% af 75%.
 
3. Fyrirtæki geta fengið allt að 3 mkr. á ári í styrk
 
4. Salarleiga í tengslum við námskeiðahald er styrkt um 75%. 
 
5. Túlkaþjónusta sem fer fram á námskeiðum er styrkt um 75% af kostnaði
 
Upphæð styrkja vegna náms einstaklinga
 
 6. Greitt er að hámarki sem samsvarar 3ja ára styrk eða kr. 300.000 til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms starfsmanna (þó aldrei meir en 75% af reikningi).
 
Eigin fræðsla  fyrirtækja
 
 7. Undirrita þar samkomulag áður en lögð er inn umsókn í fyrsta sinn. Styrkurinn er 7.500 kr/kennda klst. á námskeiði og 350 kr. vegna námsgagna pr. starfsmann.  
 
     Hér má lesa nánar um styrki vegna eigin fræðslu fyrirtækja.
 
Hópefli 
 
 8. Hópefli þarf að hafa upphaf, endi, leiðbeinanda og taka til hóps. Með umsókn þarf að fylgja rökstuðningur fyrir því hvernig hópeflið nýtist fyrirtækinu og starfsfólki þess. 
 
Rafræn fræðsla
 
9. Styrkt er áskrift að rafrænu námsumhverfi um 75% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári.

Skilyrt er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.

Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:

  1. lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
  2. hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar 
  3. hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað 
  4. hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
  5. hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna 
10. Fyrirtæki geta sótt um hvatastyrk til að gera rafrænt námsefni og er styrkurinn hugsaður fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á rafrænu námsefni. Aðeins er hægt að sækja einu sinni um þann styrk og njóta styrkumsóknir sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna ásamt þróunarverkefnum forgangs við styrkveitingu.  Í umsókn þarf að koma fram efnisinntak, áætluð framkvæmd og kostnaðaráætlun. Styrkupphæð er ákvörðun stjórnar hverju sinni og aldrei meiri en sem nemur 10-15% af áætluðum kostnaði og að hámarki kr. 250.000,-
 
Námsefnisgerð, nýsköpunar-og þróunarstyrkir
 
11. Þau verkefni sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna Starfsafls ásamt þróunarverkefnum munu njóta forgangs við styrkveitingu.  Sjá umsóknareyðublað hér  
 
Ekki er hægt að sækja um styrk vegna:

• Aksturs
• Veitinga á námskeiðum
• Gjalds eða þess kostnaðar sem til fellur vegna innleiðingar eða utanumhalds fræðslu.

Hafa skal í huga

Umsókn er lögð inn eftir að fræðsla hefur átt sér stað. Styrki skal sækja um á Áttinni, www.attin.is,  sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða. Mikilvægt er að hafa eftirfarandi fylgiskjöl tiltæk á rafrænu formi þegar lögð er inn umsókn:

1. Lista yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild *

2. Afrit af reikningi frá fræðsluaðila þar sem fram kemur sundurliðun kostnaðar, fjöldi tíma og nöfn þátttakenda.

3. Upplýsingar um fræðsluna.

Vinsamlegast athugið að ekki er greiddur út styrkur ef eitthvað af þessum upplýsingum vantar. Þá er umsókn hafnað ef tilskilin gögn berast ekki innan 4 vikna frá því að umsókn er lögð inn.

* Fyrirtæki sem greiða af starfsmönnum til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki tíl námskeiðahalds. Á það er bent að  sjálfstætt starfandi einstaklingar geta ekki átt aðild að stéttafélögum sem heyra undir Flóabandalagið (sjá reglur félaga) og eru þar með ekki gildir umsækjendur í sjóðinn.