Öll fyrirtæki á almenna markaðnum með starfsfólk í Eflingu, VSFK og Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði eiga rétt á og geta sótt um styrk til sjóðsins. Ekki þarf að sækja sérstaklega um aðild heldur myndast réttur við greiðslu launatengdra gjalda.
Reglur Starfsafls varðandi fyrirtækjastyrki eru eftirfarandi
Misnotkun á fræðslusjóði og viðurlög
Umsækjandi sem reynist hafa gefið rangar eða villandi upplýsingar og eða notar fölsuð gögn við styrkumsókn, missir rétt sinn til styrks í 36 mánuði. Hafi umsækjandi fengið greidda styrkupphæð á grundvelli falsaðra og eða rangra gagna, er heimilt að krefja viðkomandi um endurgreiðslu á heildarupphæð styrks auk dráttarvaxta. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að kæra til lögreglu brot af þessu tagi.
Þau gögn sem þarf með umsókn eru án undantekninga samanber eftirfarandi:
1. Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á nám, slóð á vefsíðu), sjá hvað er styrkt hér
2. Reikningur á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr. Hér er undantekning vegna sameiginlegs styrks félagsmanns og fyrirtækis, sjá reglu hér að ofan. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
3. Staðfesting á greiðslu, þ.e. bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum.
4. Listi yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild (gott að hafa í excel skjali)
5. Yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi vegna þess starfsfólks sem telst til félagsmanna Eflingar, sjá nánar hér
Ef eitthvað af gögnum vantar er umsókn merkt þannig að gögn vanti og þá hafnað ef gögnin skila sér ekki innan 5 virkra daga.
Vinsamlegast athugið að umsókn er hafnað ef eitthvað af tilgreindum gögnum vantar.
Hvað er styrkt og hvað ekki, skligreiningar og skilyrði, sjá hér