Styrkir til einstaklinga

umsoknÚthlutunarreglur einstaklingsstyrkja Starfsafls
 
1.Félagsmaður í Eflingu- stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sem unnið hefur og greitt félagsgjöld í 6 mánuði af síðustu 24 mánuðum á rétt á fræðslustyrk.
 
2.Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða hærra gefur fulla styrkupphæð.
 
3.Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila frumriti reiknings á skrifstofu viðkomandi stéttarfélags. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
 
4.Áunnin réttindi félagsmanna innan Starfsafls og/eða Landsmenntar eða VR haldast óbreytt þrátt fyrir flutning á milli sjóða, samkvæmt nánari reglum.
 
5.Félagsmaður sem hverfur frá vinnu heldur áunnum réttindum sínum til styrks í 3 mánuði. Að 3 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður. Félagsmaður sem hverfur frá vinnu vegna veikinda, heimilisástæðna eða af öðrum gildum ástæðum heldur réttindi sínum til styrks í allt að 24 mánuði. Að 24 mánuðum liðnum fellur réttur hans niður.
 
6.Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þau velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur.
 
7.Félagsmenn í atvinnuleit halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.
 
Reglur til útprentunar
 
Upphæðir endurgreiðslu
 
Hámarksgreiðsla á ári er kr. 100.000,- fyrir almennt nám og lífsleikninámskeið samanlagt.
 
Námskeið sem falla undir lífsleikni eru styrkt að hámarki kr. 30.000,- á ári.
 
Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.
 
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár eiga rétt á styrk allt að kr. 300.000,-  fyrir eitt samfellt námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins.
 
Skólafélags-/nemendafélagsgjöld eru ekki endurgreidd né ferða-, leyfis-, prófa-, efnis- eða bókakostnaður.
 
Aldrei er greitt meira en 75% af kostnaði við starfstengt, almennt nám og lífsleikninám (tómstundanám).
 
Undantekningar frá almennum reglum
 
Félagsmenn sem ekki hafa íslensku sem móðurmál geta sótt um endurgreiðslu vegna íslenskukennslu eftir að hafa greitt til félagsins í 1 mánuð.
 
Skilgreining náms
 
Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á hvaða nám/námskeið falla undir almennt starfsnám og hvað fellur undir lífsleikni/frístundanám. Ef um er að ræða nám sem ekki liggur fyrir hvort skuli teljast starfsnám eða lífsleikninám er hægt að skjóta því til stjórnar Starfsafls.
 
Umsókn einstaklings
 
Fylltu út umsóknareyðublaðið, prentaðu út og sendu í venjulegum pósti ásamt frumriti reiknings á skrifstofu stéttarfélags þíns eða komdu á skrifstofur félaganna.  Við getum ekki tekið við umsóknum í tölvupósti eða faxi.
 
Með umsókn skal skila
 
Frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða. Tekið er við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er fyrsta virka dag í mánuði inn á bankareikning viðkomandi.
 
Munið að skila inn frumriti af reikningi þegar sótt er um styrk