Styrkir til 13 fyrirtækja

Það er mikið um að vera í fræðslumálum fyrirtækja og ljóst að árið fer vel af stað.  Í janúar voru afgreiddir styrkir til 13 fyrirtækja og var samanlögð upphæð styrkja 2.5 milljónir króna. Í þá samtölu vantar uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu og einn samning vegna fræðslustjóra að láni, svo líklega mun samanlögð fjárhæð styrkja fyrir janúarmánuð verða talsvert hærri. 
 
Námskeiðin voru fjölbreytt  sem fyrr enda fyrirtækin af öllum stærðum og gerðum.  Þau námskeið sem voru styrkt eða veitt styrkloforð voru m.a:
 
Þjónustunámskeið
Stjórnendaþjálfun
Gæðastjórnun
Leadership training
Námskeið um góða starfshætti
ADR
Enska f. Pól
Enska f. Pól. 2
Brunanámskeið
Núvitund
Samskipti
Hreinlæti
Meðferð matvæla
Endurmenntun bílstjóra
Meirapróf
 
Þá voru gerðir þrír samningar um eigin fræðslu og tveir samningar um fræðslustjóra að láni en sífellt aukning á sér stað í umsóknum um hvorutveggja og er það vel.  Áhugasömum er bent á hafa samband við skrifstofu Starfsafls en jafnframt má lesa allt um styrki til fyrirtækja á vef Starfsafls.