Starfsafl fagnar útgáfu

Starfsafl, f.h. Evrópuverkefnisins NordGreen EQF, fagnar útgáfu bókarinnar „Urban Landscaping – as taught by nature“ sem nýlega kom út. Bókin er lokaafurð NordGreen EQF yfirfærsluverkefnisins sem stóð yfir árin 2013-2015 og Starfsafl stýrði. Bókin er hugsuð sem kennslubók fyrir skrúðgarðyrkjunema á seinni námsstigum og fyrir nemendur í endurmenntun í greininni, sem og allan áhugasaman almenning. Aðalhöfundur bókarinnar er Jens Thejsen en margir lögðu til efni í bókina. Bókin og verkefnið er samvinna skrúðgarðyrkjumeistara og félaga þeirra á Norðurlöndunum auk Starfsafls. Verkefnið naut styrks frá Leonardo TOI áætlun Evrópusambandsins. Aðrar afurðir verksins eru m.a. „græn“ hæfniviðmið í skrúðgarðyrkju.

Landscape

Myndin er tekin í hófi sem haldið var vegna útgáfu bókarinnar.  Á myndinni eru Sveinn Aðalsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Starfsafls, Andrés Pétursson, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, Valdís Steingrímsdóttir verkefnastjóri Starfsafls og Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls.