Starfsafl á menntadegi

Fjöldi góðra gesta lagði leið sína að kynningarbás Starfsafls á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var á Nordica fimmtudaginn 2. febrúar.  Mannauðs- og fræðslustjórar voru áhugasamir um þær leiðir sem eru mögulegar og þá var m.a. rætt um þann öra vöxt í ferðaþjónustu og hvernig hægt væri að mæta því með aukinni fræðslu.  Þá var rætt um endurmenntun atvinnubílstjóra og hvernig fyrirtæki hafa verið að mæta því, en Starfsafls styrkir það sbr. reglur þar um. 
 
Það er mikilvægt fyrir fræðslusjóð eins og Starfafl að taka þátt í degi sem þessum, vera sýnilegur, finna hvernig “hjartað slær” og taka þátt í umræðunni.
 
Á myndinni eru Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls, Valdís Steingrímsdóttir verkefnastjóri Starfsafls, Fjóla Jónsdóttir fræðslustjóri Eflingar og Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar.