Stafræn fræðsla einnig styrkt

Í heimsfaraldri hafa mörg fyrirtæki farið þá leið að bjóða upp og stafræna fræðslu, bæði í beinu streymi og með aðkeyptu efni.  Að gefnu tilefni viljum við minna á að slíka fræðsla er styrkt alveg til jafns við alla aðra fræðslu.  Sótt er venju samkvæmt  um styrk á vefgátt sjóða og með umsókn þarf að fylgja listi yfir áætlaðan markhóp, þ.e. ef efnið er ætlað öllu starfsfólki þá þarf listi sem telur alt starfsfólk að fylgja, ef fræðslan er aðeins ætluð einni deild þá þarf listi með því starfsfólki að fylgja og svo framvegis.  

Stafræn fræðsla er sú fræðsla sem fram fer á vefnum hvort heldur sem fræðslunni er streymt  beint til starfsfólks á fyrirfram ákveðnum tíma eða úr aðkeyptu gagnasafni sem starfsfólk sækir þegar  hentar á vinnutíma.

Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin og á fræðslutorgi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar má finna nokkur góð ráð fyrir stjórnendur um starfræna fræðslu, sjá hér 

Myndin er fengin hér