Síld og fiskur styrkt vegna fræðslu

Um miðjan mánuð var afgreiddur styrkur til fyrirtækisins Síld og fiskur ehf vegna námskeiða sem haldin voru um miðjan ágúst. Styrkurinn var rétt um 650 þúsund krónum og styrkhlutfall 90% af reikningi samkvæmt reglum þar um.

Styrkurinn var veittur vegna námskeiða í gæðastjórnun og náði til 55 starfsmanna af 61 sem sóttu námskeiðin.  Námskeiðin voru alls fjögur talsins, þar af tvö á pólsku. Efnisþættir námskeiða voru meðal annars meðhöndlun matvæla og matvælaöryggi, rétt hitastig og mikilvægi þess, hreinlæti, umgengni, hættur og fleira.

Síld og fiskur framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali sem er án efa eitt þekktasta vörumerki landsins. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að styrkur Ali liggi í langri og farsælli sögu fyrirtækisins. Í dag er fyrirtækið einn stærsti framleiðandi landsins á vörum unnum úr svínakjöti og þar starfa um 100 einstaklingar.

Nánari upplýsingar um styrki til fyrirtækja eru veittir á skrifstofu Starfsafls.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Myndin er fengin hér