Ókeypis vefnámskeið um gervigreind

Gervigreindaráskorunin Elemennt er opið vefnámskeið fyrir alla áhugasama í boði ríkisstjórnar Íslands.  Námskeiðið er um grunnatriði gervigreindar og hluti af aðgerðaráætlun til að mæta fjórðu iðnbyltingunni. 

Markmið verkefnisins eru:

  • Að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega fyrir alla svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni, fremur en ógn
  • Að valdefla íslensku þjóðina og auka samkeppnishæfni hennar
  • Að styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga

Um er að ræða 30 klukkustunda netnámskeið í 6 hlutum sem einstaklingar geta tekið þegar þeim hentar, hvort sem er í tölvu eða síma, en það er hannað til að vera aðgengilegt flestum, óháð aldri, starfsreynslu eða öðru.

Námskeiðið og frekari upplýsingar má nálgast hér

Myndin með fréttinni er fengin hér