Nú er tíminn fyrir stafræna fræðslu

Það er aldrei eins mikilvægt og nú að hlúa að mannauð fyrirtækja.  Það er breytt fyrirkomulag á mörgum vinnustöðum, ákveðin fjarlægð þarf að vera á milli starfsfólks og í gildi er samkomubann. 

Samkomubann  þýðir hinsvegar  ekki fræðslubann og á tímum stafrænnar tækni er auðvelt að koma því við að bjóða starfsfólki upp á fræðslu, hvar sem vinnuaðstaðan er. Ef til vill er líka nákvæmlega núna tíminn til að mæta þekkingu sem vantar og bæta við þá þekkingu og hæfni, sem fyrir er. 

Að því sögðu viljum við undirstrika að Starfsafl styrkir alla stafræna fræðslu (netnámskeið), eins og aðra fræðslu og námskeiðahald,  uppfylli hún skilyrði námskeiðs, sjá nánar hér 

Í því felst að sé keypt stafrænt námskeið, sem kostar kr. 34.000,- þá styrkir Starfsafl um allt að 75% af reikningi.  Endurgreiðsla væri því allt að kr. 25.500,- 

Hér má sjá reglur Starfsafls um styrki til fyrirtækja

Ekki hika við að senda okkur línu ef frekari upplýsinga er þörf. 

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

 

Myndin er eftir Philippe Bout fengin af síðunni Unsplash