Námskeið fyrir dyraverði og Starfsafl styrkir

Starfsafl vill vekja athygli á því að nú stendur yfir skráning á dyravarðanámskeið hjá Mími Símenntun, sem hefst þann 6. september. 

Námskeið fyrir dyraverði er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er ætlað starfandi dyravörðum og/eða þeim sem hyggjast starfa við dyravörslu. Þá hentar námskeiðið einnig starfsfólki hótela og veitingahúsa sem t.d. vinna næturvaktir. Námskeiðið er starfstengt og er ætlað að efla þátttakendur í starfi.

Helstu námsgreinar eru:

Ábyrgð og hlutverk dyravarða
Fyrsta hjálp
Fjölmenning
Samskipti – erfiðu atvikin
Réttindi og skyldur
Brunavarnir

Að námskeiði loknu fá þátttakendur dyravarðaskírteini sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út en skírteinið gildir í þrjú ár.

Námskeiðsgjald er 45.000 krónur og hefur Starfsafl styrkt  fyrirtæki samkvæmt þeim reglum sem við eiga.  Sæki fyrirtæki um styrk vegna starfsmanns þá er endurgreiðsla á reikning 75%.  Athugið að viðkomandi starfsmaður þarf að vera starfandi þegar námskeiðið fer fram.  Þá geta einstaklingar sótt um styrk  sbr. þær reglur sem um það gilda.  

Mælt er með því að umsækjendur hafi sótt um staðfestingu á umbeðnum skilyrðum frá lögreglunni áður en þeir skrá sig á námskeiðið.

Sjá nánar hér 

Myndin er tekin við útskrift í maí 2018, þegar 32 dyraverðir með réttindi voru útskrifaðir.