Mikilvægi þess að hafa fræðslustefnu

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og starfsfólk þess að til sé stefna í fræðslumálum.  Í því felst að sett er á blað hvað fyrirtæki ætlar sér í þeim málum.

Fræðslustefna þarf að vera í takt við markmið og framtíðarsýn fyrirtækisins og vera sönn, ekki bara orð á blaði.  Þó er vert að undirstrika að það þarf ekki endilega að vera flókið að draga upp fræðslustefnu og hún þarf ekki að vera meira en nokkrar línur.

Fræðslustefna þarf að vera í takt við markmið og framtíðarsýn fyrirtækisins og vera sönn, ekki bara orð á blaði. 

Vert er að hafa í huga að fyrirtæki með menningu sem styður við fræðslu starfsfólk er að fjárfesta í mannauð þess; menntun eykur möguleika starfsmanns innan fyrirtækisins, stuðningur fyrirækis getur  jafnvel aukið starfsánægju þar sem það er sannarlega hvetjandi þegar fyrirtæki sýnir menntun starfsfólk áhuga og jákvætt viðhorf starfsfólks í garð fyrirtækis getur aukist.

Fyrir fyrirtæki sem ekki er með stefnu í fræðslumálum er sambærilegt við það að ætla að fara með hóp af fólki í ferðalag þar sem hluti ferðalagsins er þekktur, hluti starfsfólks fær einhverjar upplýsingar um fyrirhugaða ferð og aðrir ekki.  Á leiðinni er ekkert stoppað, þeir sem þora spyrja hvort þeir geti fengið eitthvað að borða, þeir sem voru upplýstir og eða voru forsjálir tóku með sér nesti og borða það og aðrir sitja svangir.  Á áfangastað er fólk misupplagt, sumir tilbúnir í slaginn en aðrir ekki.  Það þarf ekki að velta því mikið fyrir sér hverjir það eru.

Ef við snúum þessu yfir á fræðslu þá væri það samanber eftirfarandi:

Starfsmaðurinn sem spyr fær stuðning til að fara í nám og mögulega hluti af námi er greiddur af fyrirtækinu, ef stefna fyrirtækisins er á þann veg að styðja við slíkt.  Fyrirtækið getur sótt um til Starfsafls eða þess sjóðs sem við á og getur fengið allt að 90% af reikning endurgreiddan, að hámarki 300.000,-  vegna einstaklings.

Starfsmaðurinn sem spyr ekki, kannski af því að hann þekkir ekki til eða þorir ekki og fer samt í nám greiðir sjálfur fyrir námið og nýtir sinn eigin rétt hjá starfsmenntasjóð (þið munið, þessi sem smurði nestið hér að ofan). Hér má undirstrika að fyrirtæki ávinnur sér “fullan rétt” á fyrsta mánuði starfsmanns í starfi en það tekur starfsmanninn 3 ár að ávinna sér fullan rétt.  Það getur því munað gríðarlega um stuðning fyrirtækis.

Aðrir sitja hjá og eru ef til vill ekki tilbúnir undir verkefni morgundagsins.

Fyrirtæki sem hefur skýra fræðslustefnu getur líka undirstrikað að starfsfólk sé ábyrgt fyrir því að viðhalda eigin þekkingu og getur gert kröfu um að sitt starfsfólk sæki ákeðna fræðslu svo fyrirtækið nái markmiðum sínum í rekstri.  Sú fræðsla ætti alltaf að vera kostuð af fyrirtækinu sem síðan getur sótt um endurgreiðslu til Starfsafls samkvæmt reglum þar um. 

Fyrirtæki sem er með skýra fræðslustefnu veit til hvers það ætlast, hvert það er að fara og hvaða hæfni þarf til að komast þangað. Að sama skapi veit starfsfólk  til hvers er ætlast, svo sem að það viðhaldi sinni færni og þekkingu.  Að síðustu og því mikilvægasta; að stuðningur fyrirtækis sé þekktur. 

Fyrirtæki sem er með skýra fræðslustefnu veit til hvers það ætlast, hvert það er að fara og hvaða hæfni þarf til að komast þangað. Að sama skapi veit starfsfólk  til hvers er ætlast, svo sem að það viðhaldi sinni færni og þekkingu.  Að síðustu og því mikilvægasta; að stuðningur fyrirtækis sé þekktur. 

Sá sem er með litla rekstrareiningu kann að hugsa sem svo að þetta eigi bara við um stærri fyrirtæki og engin nauðsyn sé að huga að fræðslu, hvað þá skipulagðri fræðslu eða stefnu í þeim málum.  En það er ekki svo, þetta á við um allar rekstrareiningar, flækjustigið er bara minna og því einfaldara en alveg jafn nauðsynlegt.

Því ættu rekstraraðilar að spyrja sig hvaða stefnu þeir vilja hafa og hvernig, taka samtal við starfsfólk og  draga upp línur sem lýsa því hver þeirra stefna er.  Þá er mikilvægt að hafa í huga að starfsmenntasjóðir styrkja fræðslu og endurgreiða reikninga vegna fræðslu um allt að 90% af reikningi, 3 milljónir á ári að hámarki. 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér