Líflegar umræður á morgunfundi

Það voru líflegar umræður á þriðja morgunfundi Starfsafls sem fram fór í morgun og ánægjulegt að heyra að gestum fannst þetta vel lukkað og skila tilætluðum árangri. 

Á fundinn mættu sjö stjórnendur frá mismunandi fyrirtækjum, sem þekktust ekki áður en eiga það sameiginlegt að starfa að mannauðs- og fræðslumálum.  Það er engin dagskrá heldur gefinn góður tími í myndun tengsla, skoðanaskipti og spjall. Af nógu var að taka og umræður fóru víða en meðal þess sem var rætt var nýliðaþjálfun, endurmenntun atvinnubílstjóra, samningar um eigin fræðslu og krísustjórnun. 

Tilgangur þessa funda er að hitta forsvarsmenn fyrirtækja sem félagsmenn okkar starfa hjá, til að sjá hvar við getum gert betur, hvar við getum mætt fyrirtækjunum, hlustað og lært, og sem fyrr verið öflugur bakhkjarl þegar kemur að stjórnun og fjármögnun fræðslu. Þá er ekki síður ávinningur fyrir okkar gesti að koma hingað á skrifstofu Starfsafls, kynnast sjóðnum betur, heyra hvað aðrir eru að gera í sínum mannauðs- og fræðslumálum og vonandi mynda gagnlegar tengingar.

Næsti morgunfundur verður um miðjan desember og auglýsing send út þegar nær dregur.