Leiðbeiningar varðandi umsóknir

Umsókn er lögð inn eftir að fræðsla hefur átt sér stað.  Styrki skal sækja um á Áttinni, sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða.  Mikilvægt er að hafa eftirfarandi gögn tiltæk á rafrænu formi þegar lögð er inn umsókn:
 
1.  Lista yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild *
 
2.  Tilboð eða afrit af reikningi frá fræðsluaðila um kostnað og tímasetningu náms
 
3.  Upplýsingar um fræðsluna (getur verið sama skjal og tilboð)
 
* Vinsamlegast athugið að ekki er greiddur út styrkur ef eitthvað af þessum upplýsingum vantar.  Þá er umsókn hafnað ef tilskilin gögn berast ekki innan 4 vikna frá því að umsókn er lögð inn.  
 
Starfsmenntagjöldum, annarra en almennra starfsmanna, er ráðstafað með mismunandi hætti á milli starfsmenntasjóða, þannig að styrkreglur og styrkmöguleikar eru ekki endilega þeir sömu vegna allra starfsmanna fyrirtækis.