Annar fundur í fundarröðinni Menntun og mannauður sem Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök atvinnulífsins og önnur aðildarfélög í Húsi atvinnulífsins standa að verður haldinn þriðjudaginn 20. október kl. 8.30 – 9.30.

Að þessu sinni verður fjallað um Áttina – nýja sameiginlega gátt starfsmenntasjóðanna. Tilgangur gáttarinnar er að auðvelda aðgengi og greiða leiðir fyrir starfsmenntun í fyrirtækjum.

Dagskrá fundarins:

  • „Þetta er allt of flókið og tímafrekt“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA
  • Auðveldara aðgengi, greiðari leið fyrir starfsmenntun. Sveinn Aðalsteinsson, verkefnistjóri Áttarinnar
  • Spurningar og spjall

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

HÉR er hægt að skrá sig á fundinn.

menntunogmannaudur