Jarðlagnatækninám hefst í janúar

Næsta jarðlagnatækninámskeið hefst nú eftir áramót. Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við jarðlagnir og jarðvinnu, hvort sem þeir starfa hjá veitufyrirtækjum, sveitarfélögum, símafyrirtækjum eða hjá verktökum.
Orkuveita Reykjavíkur hefur nú um nokkurt skeið sett það sem skilyrði að verktakar, sem vinna við lagnakerfi OR, hafi starfsmenn sem lokið hafi jarðlagnatækninámi eða sambærilegu námi.
Námsgreinar eru m.a. lagnir og lagnaefni, efnisfræði, vélfræði, rafmagnsfræði, tölvur, plastsuða og merking vinnusvæða.
Nemendur eiga kost á að afla sér réttinda til plastsuðu og til merkinga vinnusvæða gegn aukagjaldi.
Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (www.frae.is) og meta má námið til allt að 24 eininga í framhaldsskóla.
Námið er 300 kennslustundir og er kennt í þremur 2ja vikna lotum:
Lota 1: 27. – 31. jan. / 3. – 7. feb.
Lota 2: 24. – 28. feb. / 3. – 7. mar.
Lota 3: 24. – 28. mar. / 31. mar. – 4. apr.
Mímir símenntun, Samorka, Orkuveita Reykjavíkur, Gatnamálastofa, Síminn, RARIK, Efling stéttarfélag, Starfsafl og Landsmennt standa saman að náminu.
Námskeiðsgjald er kr. 57.000
Skráning og nánari upplýsingar hjá Mími símenntun í síma: 580 1800 / 580 1813
eða á netfangið: ingajona@mimir.is
Umsóknir þurfa að berast fyrir 10. janúar nk.
Þátttakendafjöldi er takmarkaður svo það er um að gera að leita upplýsinga og skrá sig sem fyrst!
bobcat_37o_gif