Íslenska Gámafélagið styrkt vegna fræðslu

Undir lok júnímánaðar var afgreiddur styrkur til Íslenska Gámafélagsins að upphæð kr. 770.000,-  Styrkurinn var vegna námskeiða í íslensku, meiraprófa 2ja starfsmanna, ADR námskeiða og endurmenntunar atvinnubílstjóra. Alls voru 7 starfsmenn á bak við styrkfjárhæðina.

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land. Fyrirtækið er fjölskylduvænt og því er mikil áhersla lögð á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er meginmarkmið hjá okkur að starfsfólk Íslenska Gámafélagsins sé ánægt og árangursdrifið með skýra ábyrgð og góða fagþekkingu segir á vefsíðu fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar um styrki til fyrirtækja eru veittir á skrifstofu Starfsafls.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.