Hópbílar/Hagvagnar heimsóttir

Starfsmenn Starfsafls heimsóttu Hópbíla/Hagvagna í gær og ræddu við forsvarsmenn fyrirtækisins á sviði fræðslu. Hópbílar/Hagvagnar eru með öfluga fræðslu fyrir sína starfsmenn sem Hildur Guðjónsdóttir sér um. Þar má telja starfstengda íslensku en stór hluti starfsmanna fyrirtækisins eru með innflytjendabakgrunn.  Hildur er með kennaramenntun en sinnir jafnframt öðrum störfum á skrifstofu fyrirtækisins.

Starfsafl styrkir þessa eigin fræðslu fyrirtækisins auk utanaðkomandi fræðslu sem fyrirtækið kaupir að eins og kennslu í vistakstri.  Það er alltaf gaman að koma í fyrirtæki sem taka fræðslumál starfsmanna föstum tökum og leita sífellt nýrra leiða til að bæta þekkingu og hæfni starfsfólksins.

Starfsafl er ávallt tilbúið til að koma í heimsókn í fyrirtæki, þeim að kostnaðarlausu, til að fara yfir styrkmöguleika fyrirtækjanna til fræðslu og þjálfunar.

Hopbilar heimsoknFrá heimsókn Starfsafls í gær, Pálmar Sigurðsson, skrifstofu- og starfsmannastjóri Hópbíla/Hagvagna, Valdís A. Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls og Hildur Guðjónsdóttir, fræðslustjóri Hópbíla/Hagvagna.

Mynd: Sveinn Aðalsteinsson