Aprílmánuður í hnotskurn

Í upphafi aprílmánaðar samþykkti stjórn Starfsafls allt að 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta því ástandi sem var og er í samfélaginu. Sú endurgreiðsla var skilyrt og miðaði við námskeið sem fram fara á tímabilinu 15. mars til 15. júní. Það hafði tilætluð áhrif og einhverjir rekstraraðilar nýttu sér þetta háa endurgreiðsluhlutfall.

Áætlun styrkfjárhæðar vegna mánaðarins er rétt um 5,2 milljónir og þar af hafa verið greiddar um 3 millljónir. Það er langt síðan styrkloforð eða áætlun styrkfjárhæðar hafa ekki verið á pari við greidda styrkfjárhæð. Ástæða þess er meðal annars sú að mikið af þeim reikningum sem fylgdu umsóknum voru ekki komnir á gjalddaga og þeim fylgdi ekki nein staðfesting á greiðslu enda má gera ráð fyrir því að þeir hafi verið ógreiddir. Staðfesting á greiðslu er hinsvegar skilyrði fyrir afgreiðslu styrks. 

Þær umsóknir sem bárust sjóðnum í apríl voru alls 17 talsins  frá 12 fyrirtækjum og námskeiðin samanber eftirfarandi;

Eigin fræðsla
Sala-og þjónusta
Samskipti og liðsheild
Sjálfstyrking
Skyndihjálp
Stjórnendaþjálfun
Öryggisnámskeið

Þá var veittur styrkur vegna áskriftar að rafrænu námsumhverfi til fyrirtækis í veitingasölu  en þau eru fjölmörg fyrirtækin sem þegar hafa fengið slíkan styrk enda fræðsla á stafrænu formi mjög hentug leið þegar koma þarf fræðslu á framfæri við marga.  Þá hefur stafræn fræðsla sannarlega komið sér vel í þessu ástandi sem nú varir enda þýðir samkomubann ekki fræðslubann. 

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í apríl voru sem hér segir:

Efling kr. 6.264.464,-

VSFK kr. 3.838.192,-

Hlíf kr. 215.625,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 10.318.281,- en það er tölvuert lægri fjárhæð en fyrir sama tímabil í fyrra, en þá voru greiddar um 16 milljónir í styrki til einstaklinga. 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér