Úr 100.000,- í 130.000,-

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr kr. 100.000,-  í  kr. 130.000,-  Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í kr. 390.000,-

Hækkunin tekur gildi frá og með 1.janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma.

Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Tekjur sjóðsins eru samningsbundin gjöld atvinnurekenda (starfsmenntaiðgjald) til sjóðsins eins og um semst á hverjum tíma.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.