Framkvæmdastjóri Starfsafls ritar í Hjálm

Í nýjasta tölublaði Hjálms, fréttablaðs Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, má finna árleg skrif framkvæmdastjóra Starfsafls, Lísbetu Einarsdóttur. Að þessu sinni er sjónum beint að fyrirtækjum og þeim möguleikum sem þau hafa til að styðja við starfsmenntun sinna starfsmanna með Starfsafl sem bakhjarl. 

 Þau eru teljandi á fingrum annarar handar þau fyrirtæki sem fullnýta rétt sinn á hverju ári hjá sjóðnum og því er heilmikið svigrúm fyrir fyrirtæki til að gera betur vegna sinna starfsmanna og fjárfesta í sínu fólki. 

“Ef fyrirtæki greiðir nám eða námskeið fyrir starfsmann, til dæmis vinnuvélaréttindi, tölvulæsi, íslensku eða hvað annað sem telst til starfsmenntunar, þá getur fyrirtækið fengið allt að 90% endurgreiðslu á reikningi.  Eina skilyrðið er að viðkomandi starfsmaður sé starfandi hjá fyrirtækinu þegar námið er sótt og reikningurinn er greiddur.  Námskeið af þessu tagi kosta alla jafn undir hámarki vegna einstaklingsnáms, og því gildir 90% endurgreiðsla. Ef fyrirtæki greiðir nám sem telst til dýrara náms, svo sem meirapróf fyrir starfsmann sem kostar meira en hámark vegna einstaklingsnáms þá getur fyrirtækið fengið styrk fyrir hluta eða 300,000,- kr að hámarki,,

Þá segir ennfremur að Starfsafl gætir þess síðan að fyrirtæki þurfi ekki að liggja of lengi úti með sitt fé og greiðir sjóðurinn alla styrki innan 5 virka daga, ef öll tilskylin gögn fylgja umsókn. Það er því mikilvægt að gæta þess að vanda umsóknina og huga vel að fylgigögnum.

Fyrir áhugasama þá er greinin á bls. 20, sjá nánar hér