Fræðslustjóri til Arctic Adventures

Í gær undirrituðu fulltrúar tveggja fræðslusjóða samning við Arctic Adventures að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir, ráðgjafi frá IÐUNNI – fræðslusetri er fræðslustjóri að láni og mun hún vinna þarfagreiningu og kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtækisins. Hjá Artic Adventures starfa um 90 manns sem sérhæfa sig í afþreyingaferðum víðsvegar um landið.

FL að lani

Frá vinstri Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir, fræðslustjóri að láni (IÐAN), Helga Björg Gísladóttir (Artic Adventures), Selma Kristjánsdóttir (SVS), Valdís Anna Steingrímsdóttir (Starfsafl) og Jón þór Gunnarsson framkvæmdarstjóri Artic Adventures