Fræðsludagskrá Eflingar vorið 2019

Glæsileg fræðsludagskrá Eflingar er kynnt í nýjasta félagsblaði Eflingar sem kom út nú í byrjun árs.  Af ýmsu er að taka og má þar meðal annars nefna námskeið sem hentar vel atvinnubílstjórum og tekur á stjórnun á slysavettvangi. Á námskeiðinu er farið yfir atriði sem skipta máli við þær aðstæður, svo sem hvað ber að hafa í huga til að tryggja rétt vinnubrögð og hvernig koma megi upplýsingum til þar til gerðra aðila.  Leiðbeinendur og nemendur miðla af reynslu sinni. Mikil ánægja hefur verið með námskeiðið en það er að fullu styrkt af Starfsafli og Eflingu.

Einnig verður í boði námskeið fyrir dyra- og næturverði en þeir sem ljúka námskeiðinu og uppfylla önnur þau skilyrði sem sett eru, geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár, að námskeiðinu loknu.

Þá er námskeið í skyndihjálp og skapandi skrifum, svo dæmi séu tekin.

Nánar má kynna sér fræðsluáætlunina hér