Er Starfsafl þinn bakhjarl?

Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, hæfara starfsfólki og getur styrkt samkeppnisstöðu þeirra.  Þar er Starfsafl sterkur bakhjarl.

Starfsafl fræðslusjóður var stofnaður á grundvelli kjarasamninga árið 2000. Sjóðurinn er í eigu Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagas Keflavíkur og nágrennis hins vegar.

Starfsafl styrkir m.a:

Námskeiðahald (aðkeypt starfstengd námskeið)
Innri fræðslu fyrirtækja (þar sem starfsmaður er leiðbeinandi á námskeið fyrir annað starfsfólk).
Fræðslustjóra að láni
Sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði

Hefur þitt fyrirtæki nýtt sér endurgreiðslur vegna námskeiðshalds, innri fræðslu eða fengið  fræðslustjóra að láni? 

Við hvetjum forsvarsmenn fyrirtækja  til að kynna sér þær leiðir sem eru mögulegar.  Við tökum vel á móti ykkur.