Dominos fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur við Domino´s Pizza á Íslandi (Pizza- Pizza ehf) um verkefnið Fræðslustjóri að láni.  Þrír sjóðir koma að verkefninu og greiða það að fullu en verkefnið er fyrirtækjum að kostnaðarlausu.  Ráðgjafi verður Sverrir Hjálmarsson hjá Vexti og ráðgjöf og telur verkefnið 125 tíma alls. Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækinu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg sem getur aukið samkeppnishæfni fyrirtækisins, bætt  gæði vöru og þjónustu og aukið framlegð og starfsánægju starfsmanna.
13600244_10153805971349716_9177202635289318971_n
Domino´s Pizza á Íslandi hefur verið í rekstri frá árinu 1993 og rekur í dag 19 afgreiðslustaði. Þá rekur fyrirtækið hráefnavinnslu, birgðastöð fyrir verslanir fyrirtækisins og þjónustuver, þar sem tekið er við pöntunum viðskiptavina í gegnum síma. Í starfsmannastefnu fyrirtækisins segir að það ráði úrslitum fyrir alla starfsemi fyrirtækisins að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk og að lögð sé áhersla á það að skapa starfsfólki aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi.  Það er því vel við hæfi að fyrirtækið fái til sín verkefnið Fræðslustjóri að láni þar sem starfsfólk tekur þátt í því að greina þarfir og móta fræðslustefnu fyrirtækisins.