Breytt reikniregla vegna eigin fræðslu

Í reglum Starfsafls um eigin fræðslu hefur ávallt verið gerð krafa um að lágmarki fimm þátttakendur sem greitt er af til þeirra fyrirtækja sem rétt eiga hjá Starfsafli, svo námskeið sé styrkhæft.*

Þeim lágmarksfjölda hefur oft ekki verið náð og Starsfafl því þurft að hafna umsókn þar sem færri en fimm af heildarfjölda þátttakenda hafa tilheyrt Starfsafli.

Sú takmörkun hefur verið mörgum fyrirtækjum erfið, sérstaklega þar sem nýliðun er mikil og námskeið jafnvel haldin á mörgum tungumálum.

Til að mæta þeim fyrirtækjum hefur stjórn Starfsafls samþykkt að láta af kröfu um lágmarksfjölda samanber fyrrgreint og greiða hlutfallslega fyrir þá sem tilheyra Starfsafli þegar sótt er um styrk vegna eigin fræðslu.

Það verður áfram svo að það þurfi að vera samanlagt 5 þátttakendur hið minnsta á námskeiði svo námskeið falli undir eigin fræðslu, en breyting í þá veru að það dugar að aðeins einn af þessum fimm tilheyri Starfsafli svo greiddur sé hlutfallslegur styrkur.

Hafa ber í huga að enn sem fyrr þarf að skila þátttökulista þar sem kvittað er fyrir þátttöku og kennitala og stéttafélagsaðild kemur skýrt fram. Umsóknir sem ekki uppfylla þau skilyrði eða eru óskýrar á einhvern hátt, verður hafnað.

Hér má lesa nánar um reglur vegna eigin fræðslu.

* Fyrirtæki sem greiða af starfsmönnum til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar.