Nú geta einstaklingar sótt um ferðastyrk

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt breytingu á reglum sjóðsins um styrki til einstaklinga.  Um er að ræða viðbót við eldri reglur og tekur til ferðastyrks sbr. eftirfarandi.

Ferðastyrkur
 
Þegar félagsmaður ferðast erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu, getur hann sótt um ferðastyrk.
 
• Styrkurinn er eingöngu vegna flugs (ekki rútu, leigubíla eða annars).
 
• Hámarksferðakostnaður er kr. 40.000,- á ári en að hámarki 50% af reikningi.
 
• Með umsókn þarf að fylgja með staðfesting á námi, námskeið eða ráðstefnu, sem sótt er og greitt er fyrir af félagsmanni.
 
• Ferðakostnaður telst til einstaklingsstyrks og fellur undir reglur þar um.Í því felst að hámarksgreiðsla á ári er kr. 100.000,- fyrir starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu og kostnað vegna ferðar samanlagt.
 
Að öðru leyti gilda reglur um einstaklingsstyrki og skil á gögnum

Reglan er afturvirk og tók því gildi 1. janúar 2018.  Allar umsóknir sem bárust frá þeim tíma til dagsins í dag verða því leiðréttar þar sem það á við.