Bananar ehf fá Fræðslustjóra að láni

imagesGerður hefur verið samningur við Banana ehf um Fræðslustjóra að láni og er heildarupphæð styrks vegna verkefnisins 710 þús kr. Tveir sjóðir koma að verkinu, SVS og Starfsafl, og greiða hlutfallslega m.v. stéttarfélagsaðild starfsfólks.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til og greiða að fullu fyrir “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.  Að þessu sinni er mannauðsráðgjafinn Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf.

Á vef fyrirtækisins segir að styrkur og velgengni fyrirtækisins felist í starfsmönnum þess sem hafa mikla þekkingu og langa starfsreynslu á sviði meðhöndlunar og sölu grænmetis og ávaxta.  Þá segir einnig að starfsfólk Banana leggi sig fram á hverjum degi við að veita góð gæði og góða þjónustu en frá fyrstu tíð hefur metnaður starfsmanna fyrirtækisins verið sá að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan hátt.