Atvinnulífiið speglast í tölum mánaðarins

Það er alltaf jafn áhugavert um mánaðarmót að skoða tölur mánaðarins, bera saman við síðasta mánuð og síðasta ár og sjá hvernig atvinnulífiið speglast í þeim námskeiðum sem eru sótt, fjölda og fjárhæðum.   

Í maí  voru greiddar 22.3 milljónir króna í styrki til einstaklinga og fyrirtækja, 5 milljónun króna hærri fjárhæð en greidd var á sama tíma á síðasta ári. 

Það er fagnaðarefni og ljóst að fræðsla er í fullum gangi í fyrirtækjum landsins og einstaklingar láta sitt ekki eftir liggja.

Styrkir til fyrirtækja

19 umsóknir frá 10 fyrirtækjum bárust sjóðnum í mánuðinum en þar af eru 5 enn í vinnslu þar sem um nýliðafræðslu. Þegar um fræðslu fyrir nýja starfsmenn er að ræða þarf að hinkra aðeins með umsóknir og skila þeim inn þegar ljóst er að skilagreinar hafa skilað sér til staðfestingar á því að félagsmenn eru í starfi hjá viðkomandi fyrirtæki. Það getur tekið allt að 2 mánuði og því er ráðlagt fyrir fyrirtæki að sækja um vegna sumarstarfsfólks að hausti.

Þá er alltaf gaman þegar ný fyrirtæki sækja um í sjóðinn og að þessu sinni bættist tvö ný fyrirtæki í hópinn og í báðum tilfellum var um að ræða styrk vegna vinnuvélaréttinda fyrir starfsmenn.

Heildarfjárhæð afgreiddra styrkja var 2,3 milljónir króna og aftur bera að hafa í huga að enn eru 5 umsóknir óafgreiddar.

Námskeiðin voru margvísleg og sem hér segir;

Einelti á vinnustað
Eigin fræðsla
Frumnámskeið
Íslenska
Kerrupróf
Lean námskeið
Leiðtogaþjálfun
Ofbeldi í Covid
Öryggis- og skyndihjálp
Öryggisfræðsla
Samskipti á vinnustað
Skattar og gjöld
Stafrænt námsumhverfi
Viðbúnaður v/ Covid 19
Vinnuvélanám
Vinnuvélapróf

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr.13,227,412,-

VSFK kr. 4,613,069,-

Hlíf kr.2,266,290,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér