Of algengt að fyrirtæki viti ekki af rétt sínum

Síðustu árin hefur það verið nokkuð þekkt að starfsfólk getur sótt um endurgreiðslustyrki fyrir ýmiss námskeið til stéttafélaga sinna segir framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, í viðtali við Rakel Sveinsdóttur, í atvinnulífi á vísi.is þann 18. júní sl.

Lísbet Einarsdóttir segir jafnframt  að það sama sé upp á teningnum fyrir fyrirtæki en því miður sé það of algengt að fyrirtæki viti ekki af þessum rétt sínum. Lísbet Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Starfsafls sem er annar stærsti sjóður landsins. Starfsafl greiðir allt að 90% af útlögðum kostnaði fyrirtækja fyrir námskeið, gerð fræðsluefnis, stjórnendaþjálfun og fleira sem fyrirtæki standa að fyrir starfsmenn sína.

Í viðtalinu er rætt um möguleika fyrirtækja á styrkjum og tekin dæmi.  

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér