Allt Hreint ehf. fær Fræðslustjóra að láni

Allt hreint ehf. hefur skrifað undir samning um að fá Fræðslustjóra að láni. Hjá fyrirtækinu starfa 35 manns og tilheyra flestir Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sér um ráðgjöf í verkefninu en það er Ragnheiður Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri, sem er Fræðslustjóri að láni

AlltHreint_undirskr

Sveinn Aðalsteinsson, Halldór G. Guðmundsson, Inga Rut Ingvarsdóttir og Ragnheiður Eyjólfsdóttir

 Allt hreint ehf. þjónustar fjölda fyrirtækja og stofnana í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu. Allt hreint hefur á bak við sig ræstingarfólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum og fyrirtækið leggur sérstaklega áherslu á persónuleg samskipti við verkkaupa.