Afgreiddar styrkumsóknir í júní

Vegna sumarleyfa starfsfólks hefur verið smávegis töf á afgreiðslu umsókna. Nú er hinsvegar búið að afgreiða allar þær umsóknir sem bárust í júnímánuði en alls bárust 23 umsóknir frá 14 fyrirtækjum.

Styrkur samtals þennan mánuðinn var tæpar 4 milljónir og er sú fjárhæð á pari við júnímánuð síðasta árs en umsóknir þá voru hinsvegar töluvert fleiri eða hátt í 40 talsins.

Þau námskeið sem styrkt voru nú eru samanber eftirfarandi:

Dyravarðanámskeið
Eigin fræðsla
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Matvælaöryggi
Námskeið atvinnubílstjóra
Sala og þjónusta
Samskipti og liðsheild
Umhverfismál
Sérhæfð tækninámskeið
Stjórnendaþjálfun
Vinnuvélar
Öryggisnámskeið

Í styrkjum til einstaklinga voru greiddar um 12.4 milljónir króna.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.