Á þitt fyrirtæki rétt hjá Starfsafli

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um fyrir áramót en fyrirtæki sem greiða af starfsfólki til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki vegna námskeiðahalds til Starfsafls.

Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn og geta fyrirtæki sótt um allt að þrjár milljónir króna á ári.

Sjá reglur um styrki til fyrirtækja hér.

Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall.

Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld hafi borist viðkomandi stéttafélagi.

Nú er því tækifærið til að kíkja ofan í skúffu og finna reikninga vegna fræðslu og eða náms starfsfólks sem fyrirtækið hefur greitt, en ekki sótt um styrk vegna. Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Umsóknir fyrirtækja þurfa að berast fyrir 20. desember, ef þær eiga að teljast til ársins og þá vera afgreiddar fyrir áramót.