37,4 milljónir greiddar út í september

Í september voru afgreiddir alls 553 styrkir og á bak við þann fjölda standa 754 félagsmenn. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 37,4 milljónir króna.

Styrkir til fyrirtækja

Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum taldi 15 umsóknir frá 10 fyrirtækjum og var heildarfjáræð greiddra styrkja um 1.6 milljónir króna.  Ein umsókn bíður afgreiðslu þar sem gögn vantaði en alla jafna eru umsóknir afgreiddar innan 5 virkra daga ef öll gögn eru fyrir hendi.

Á bak við styrkfjárhæðina eru 215 félagsmenn og sóttu þeir m.a. námskeið í skyndihjálp, gæðastjórnun, markaðssetningu og íslensku svo dæmi séu tekin. Þá var einn styrkur vegna dyravarðanámskeiðs og 5 vegna eigin fræðslu fyrirtækja. Fjöldi umsókna endurpeglar það ástand sem ríkir í samfélaginu enda mörg fyrirtæki sem héldu uppi öflugu fræðslustarfi og sóttu jafnhliða mikið í sjóðinn með takmarkaða eða enga starfsemi.

Styrkir til einstaklinga

Hærri fjárhæðir voru greiddar í styrki til einstaklinga í september enda sá mánuður sem skólar og námkskeið fara af stað og  margir félagsmanna  námsmenn í hluta- og eða sumarstörfum sem nýta áunninn rétt í fræðslusjóð til greiðslu skólagjalda. Alls sóttu 539 félagsmenn um styrk og styrkfjárhæðir voru samkvæmt eftirfarandi.

Efling kr. 25.408.650,-
VSFK kr. 8.580.022,-
Hlíf kr. 1.746.930,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 35.735.602,- 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is

Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér