7 milljónir í desember

lindsay-weinberg-fund-chris-160408Á fundi stjórnar Starfsafls 6. desember sl. voru afgreiddar  styrkumsóknir til alls 20 fyrirtækja.  Heildarstyrkupphæð var rúmlega 7 milljónir króna og nær til 314 starfsmanna.  Aldrei fyrr hefur verið greitt svo há upphæð í styrki sem undirstrikar þann kraft sem er innan fyrirtækja í fræðslumálum.  Sé litið til þeirra námskeiða sem styrkt voru má sjá  fjölbreytni námskeiða er mikil sbr. lista yfir þær styrkumsóknir sem voru samþykktar:
 
Stjórnendur í sjávarútvegi  
Gleði og samskipti  
Fjölmenning  
Tímastjórnun  
Verkefnastjórnun
Íslenska
Sjálfstyrking  
Aukin ökuréttindi    
Nýtt líf eftir starfslok  
Leiðtogaþjálfun  
Skyndihjálp og eldvarnir  
Vinnuvélanámskeið  
Lean
Solidworks
Enska  
Erfið starfsmannamál  
Stjórnendaþjálfun  
Hafnarvernd  
Fyrirlestur um styrk hópsins  
Samskipti á vinnustað  
Vinnustofa fyrir starfsmenn í verslun  
 
Þá var veittur styrkur til Samtaka atvinnulífsins vegna Menntadags atvinnulífsins, alls krónur 400 þúsund, og veitt  styrkloforð til fyrirtækis vegna  Fræðslustjóra að láni og er það síðarnefnda ekki inn í þeirri tölu sem nefnd var hér að ofan, en slík verkefni hlaupa oft á hundruðum þúsunda.  Það má því áætla að heildarstyrkveitingar þennan mánuðinn til fyrirtækja séu hátt í 8 milljónir þennan mánuðinn.