509 félagmenn á bak við tölur mánaðarins

Í október voru samþykktir og afgreiddir alls 343 styrkir til einstaklinga og fyrirtækja. Á bak við þann fjölda standa samanlagt 509 félagsmenn. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 25 milljónir króna.

Styrkir til fyrirtækja

Fyrirtæki hafa mörg hver verið ötul við það að nýta sér tæknina og fært fræðslu til sinna starfsmanna yfir á stafrænt form, hvort heldur það er með því að kaupa tilbúið efni eða streyma fyrirlestum beint til sinna starfsmanna. Þar af leiðir er hluti afgreiddra umsókna vegna stafrænnar fræðslu en slík fræðsla er styrkt til jafns við hefðbundna fræðslu sem fram fer á gólfi, ef segja má sem svo, sjá hér reglur nr. 9 -11

Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum taldi 16 umsóknir frá 11 fyrirtækjum og var heildarfjáræð greiddra styrkja rúmlega ein milljón króna.

Á bak við styrkfjárhæðina eru 182 félagsmenn og sóttu þeir hin ýmsu námskeið. Nokkrar umsóknir voru vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra en auk þess voru umsóknir vegna námskeiða sem tóku til vinnuverndar, tölvunáms, gæðastjórnunar og íslensku. Að gefnu tilefni minnum við umsækjendur fyrirtækja á að skila öllum gögnum með umsókn, þar með talið staðfestingu á greiðslu. Þá getum við afgreitt allar umsóknir hratt og vel, jafnvel samdægurs ef svo ber undir.

Styrkir til einstaklinga

Alls voru samþykktir styrkir vegna 327 félagsmanna. Eitthvað er um að nemar sækja í sjóðinn sem ekki hafa fengið vinnu í sumar og eru skilgreindir sem nemar á milli anna hjá VMST.  Við gerum hvað við getum til að mæta þeim einstaklingum og bendum öllum á að kanna rétt sinn hjá hlutaðeigandi stéttafélagi, en þar fer fram afgreiðsla til einstaklinga. 

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr.14,544,477,-
VSFK kr. 7,809,304,-
Hlíf kr.1,466,939,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 23.820.720,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is

Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér