33 styrkir til 14 fyrirtækja vegna 300 starfsmanna

Styrkir til einstaklinga hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en þennan septembermánuð og samanlögð styrkfjárhæð aldrei verið hærri.  Á þessum tíma, við upphaf framhaldsskóla, er mikið um að framhalds- og háskólanemar sæki um styrk vegna skólagjalda og skýrir það að hluta allan þennan fjölda.  

Efling greiddi út rúmar 20 milljónir, VSFK tæpar 6 milljónir og Hlíf rak lestina með rétt undir 2 milljónum. Samanlagt gerir það um 28 milljónir króna.

Hvað styrki til fyrirtækja varðar þá var greidd heildarstyrkfjárhæð þennan mánuðuinn rétt um 4 milljónir. Þar að baki eru 33 stykir til 14 fyrirtækja vegna tæplega 300 starfsmanna.

Þau námskeið sem voru styrkt voru hjá Starfsafli voru samanber eftirfarandi upptalningu:

Aukin ökuréttindi
Eigin fræðsla
Eldvarnarnámskeið
Endurmenntun atv.
Excel grunnnámskeið
Frumnámskeið
Íslenskufræðsla
Námskeið í tengslamyndandi nálgun
Óstöðvandi
Power BI grunnnámskeið
Power platform
Samskipti og liðsheild
Sérhæfð tækninámskeið
Stjórnendaþjálfun
Umferðaöryggi
Verkefnastjórnun
Vinnuvélanámskeið
Þjónusta og sala
Öryggisnámskeið

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.